Lýsing á verkefni

INNOMEC – Nýjungar í stjórnun og fræðslu í öldrunargeiranum. Verkefnið er marghliða Grundtvig símenntunarverkefni (539829-LLP-1-2013-1-IT-GRUNDTVIG-GMP) með heildarkostnaði € 399.160,-. Verkefnið stýrist af Speha Fresia Cooperative Company í samstarfi við samstarfsaðila frá Ítalíu, Austurríki, Belgíu, Litháen og Íslandi á tímabilinu nóvember 2013 til október 2015.

Markmið verkefnisins er að bæta lykilhæfni starfsmanna í öldrunargeiranum og símenntun eldri borgara. Verkefnið byggir á aðferðum sem hafa verið þróaðar í hverju landi. Samstarfsaðilar leggja áherslu á að efla farsæla öldrun og tengja kynslóðir. Að virkja eldri borgara til þátttöku í félagslegu og menningarlegu lífi. Vinnan felst í að safna saman þekkingu um farsæla öldrun innan Evrópu og hvernig er hægt að tengja saman kynslóðir svo hægt sé að bæta stefnumótun um farsæla öldrun og þátttöku eldri borgara í samfélaginu.

1°áfangi verkefnisins leggur áherslu á greiningu á gögnum frá þátttökulöndunum. Greining á þörfum eldri borgara sem taka þátt í verkefninu og þeirri þjónustu sem er í boði og greiningu á stefnum sem eru í löndunum varðandi farsæla öldrun. Einnig verður litið á fræðslumöguleika og þær aðferðir sem notaðar eru með tilliti til þeirra takmarkana/erfiðleika sem hver staður þarf að takast á við. Eins og hvernig samspilið er á milli yngri og eldri borgara og annarra fjölskyldumeðlima og þátttökufjölda eldri borgara í félags-og menningarlegu lífi.

Í 2°áfanga er lögð áhersla á jafningjanám, þar sem löndin deila reynslu sinni á vinnu með eldri borgurum og starfsmönnum í umönnun/fræðsluaðilum/eldri sjálfboðaliðum. Unnið verður með 3 aðferðir: APP aðferðin, Margmenningarleg lífssöguvinna og Memoro stafræn viðtöl.

3° áfangi leggur áherslu á prufukeyrslu hjá samstarfsaðilum á sérhæfðu þjálfunarefni sem hannað hefur verið innan hópsins – nýjar leiðir og verkfæri til að nýta sér fyrr nefndar aðferðir- réttar leiðir til að innleiða aðferðirnar.

4° áfangi leggur áherslu á miðlun eða útbreiðslu á niðurstöðum úr verkefninu á Evrópu- og landsvísu. Kynnt verður Verkfærakistan sem er fyrir starfsmenn í öldrunargeiranum til að bæta gæði og auka fjölbreytileika í félagslífi eldri borgara.