Samstarfsaðilar

INNOMEC var búið til og innleitt samstarfsaðilum frá Ítalíu, Austurríki, Belgíu, Litháen og Íslandi.

Speha Fresia Cooperative Company (Project Coordinator, IT)

Speha Fresia er samvinnufélag sem vinnur á sviði fræðslu,vinnumálastefnu, þróun og félagsrannsóknum. Speha Fresia samþættir faglega reynslu sína við stórt net stofnana í ríkis- og einkageiranum. Fyrirtækið er með hæfni til að vinna að leiðsögn og þjálfun fyrir atvinnulausa og ómenntaða einstaklinga í Latium og Sikiley. Síðan 1996 hefur Speha Fresia nýtt sér tækifæri í Evrópu og í alþjóðlegu samstarfi þar sem lagt er áhersla á rannsóknir og þróun til að deila þekkingu og reynslu, þróa nýjar aðferðir og tæki, til að bæta þjónustu í nærumhverfinu.

inspire - Verein für Bildung und Management (AT)

Inspire er fyrirtæki sem ekki er rekið í hagnaðarskyni, sem stendur fyrir faglegum hugmyndum á sviði menntunar, menningar og mannauðs. Það stefnir að því að leiða saman mismunandi fólk, fjölbreytta færni og nýjungar í verkefnum sínum til að fá bestu niðurstöðuna.

Euro Idea (BE)

Euro-Idea er fyrirtæki sem ekki er rekið í hagnaðarskyni og stofnað 1994. Fyrirtækið er stofnað af hópi leiðbeinenda, sem útskrifuðust allir frá Kaþólska háskólanum í Louvain í fullorðinsfræðslu. Tilgangur stofnunarinnar er að kynna fullorðinsfræðslu, byggða á undirstöðuatriðum sálfræðilegrar uppeldisfræða, sem greinir sérstaklega þörfina til að taka þátt í þjálfun með það að markmiði að öðlast nýja kunnáttu og hæfni.

Mykolas Romeris Universite (LT)

Mykolas Romeris Háskólinn (MRU) er ríkisrekinn alþjóðlegur háskóli staðsettur í Norður Evrópu. Á hverju ári tekur háskólinn á móti stórum hópi af ungu skapandi og hæfileikaríku fólki. Það eru næstum 18.000 nemar í háskólanum og þeir eru mjög áhugasamir og spenntir fyrir þeirri fræðigrein sem þeir hafa valið. Mykolas Romaris Háskólinn styður alþjóðleg verkefni og eru stoltur yfir þátttöku sinni í rannsóknum í Evrópu og á alþjóðþjóðasviði.

Hrafnista – Continuing Care Communites (IS)

Hrafnista er öldrunarheimili með fimm heimilum. Um 600 heimilismenn búa á Hrafnistu. Heimilið er stýrt af Sjómannadagsráði, sem er samtök stofnuð af sjómannasamtökum í Reykjavík og nágrenni. Upprunalega átti Hrafnista að vera aðeins fyrir aldraða sjómenn og þeirra maka, en í dag eru heimilin fyrir alla þá sem þurfa á þjónustu að halda á sínum efri árum. Hrafnista veitir hágæða hjúkrunar- og læknisþjónustu, endurhæfingu og ýmsa félagslega þjónustu. Markmið Hrafnistu er að vera leiðandi í umönnun og þjónustu við aldraða.

Studio Centro Veneto (IT)

Studio Centro Veneto SAS (CSV í stuttu máli) er ráðgjafa-og þjálfunarfyrirtæki stofnað í Vicenza af Toni Brunello árið 1968. Það býður upp á þjónustu fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki/stofnanir og félagasamtök á sviði: starfsþjálfunar, stjórnunar, gæðamála, markaðssetningar og umfram allt verkferla í fyrirtækjum (rannsóknir, þjálfun, skyndihjálp og samfelld ráðgjöf). Með áherslu á þekkingu og verkkunnáttu og hvernig eldri atvinnurekendur færast til í starfi.