Markmið

INNOMEC – Þú lærir svo lengi sem þú lifir!

Í flestum Evrópulöndum hefur lífsstíll fjölskyldna breyst síðastliðna öld. Fólk giftist seinna, færri börn fæðast og fjöldi einmana og aldraðra einstaklinga í samfélaginu eykst. Á þessum nýju tímum standa umönnunaraðilar og starfsmenn frammi fyrir nýjum áskorunum: hvernig á að móta skapandi umhverfi sem ýtir undir og bætir persónulega og faglega hæfni eldri borgara og starfsmanna.

 

Við stefnum að því:

  • að bæta þátttöku eldri borgara í félags- og menningarlegu lífi;
  • að hlúa að sameiginlegri reynslu/lærdómi á milli yngri og eldri kynslóðar og fjölskyldumeðlima.
  • að efla félagslega nálgun starfsmanna sem vinna með eldri borgurum með þá áherslu : „Þú lærir svo lengi sem þú lifir“. Einnig efla tengslanet í Evrópu og heimalandi.

 

Með samantekt og þróun hugmynda

  • Tækifæri til þjálfunar fyrir starfsmenn sem vinna með eldri borgurum og þeirra sem vinna við kennslu fullorðinna.
  • Nýr lærdómur eða lærdómsreynsla fyrir eldri borgara
  • Mikilvægar bakgrunnsupplýsingar fyrir stjórnendur á öldrunarheimilum, verkefnastjóra eða stefnumótandi aðila.